Höfundur

Bergþóra Berta Guðjónsdóttir
Bergþóra Berta Guðjónsdóttir
Vikingur í húð og hár, 3 barna móðir sem hefur hugrekki til að láta drauma sína rætast. Hefur búið erlendis um hríð, finnur til með þjóð sinni . Réttlætiskennd okkar hefur verið OFBOÐIÐ

Eldri færslur

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

ER EKKI KOMINN TIMI Á NÝJAN FORSETA

Finnst minni Íslensku þjóð ekki neitt athugavert að hafa forseta sem er mikill vinur og stuðningsaðili eins fremsta útrásar víkings landsins. Á sama tíma og verið er að gagnrýna ríkistjórnina minnist enginn á forseta embættið. Er forseti okkar hafinn yfir gagnrýni eða hvað.? minni réttlætiskennd er ofboðið en þinni? gott væri að ýta af stað umræðu um þetta mál og heyra ykkar viðhorf .

Kærar kveðjur heim á klakann


mbl.is Sá sem segir „nei“ fær í reynd sitt fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

mikið er ég sammála þér um þetta mál.

Helga (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 14:06

2 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Nei. Sjá færslu mína í gær.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 28.1.2009 kl. 14:15

3 Smámynd: Kolbrún Kvaran

Ef forseti lýðræðisríkis má ekki hafa skoðun,gera breytingar eða verða valdur að þeim og á bara að halda kjafti og vera næs,er alveg eins hægt að leggja embættið af!

Kolbrún Kvaran, 28.1.2009 kl. 14:58

4 Smámynd: Einar Steinsson

Nei, það er ekki komin tími á nýjan forseta.

  1. Það eru mikilvægari mál á dagskrá
  2. Á þessum tímum þarf forsetinn að hafa bein í nefinu og hvað sem á annars segja um Ólaf þá hefur hann það svo sannarlega.
  3. Forsetaembættið á ekki að vera eingöngu til skrauts, það á að vera öryggisventill fyrir þjóðina og Ólafur hefur hefur gefið tóninn hvað það varðar.
  4. Ólafur hefur gert mistök síðustu árin en það var ekki hann sem sigldi í strand.

Einar Steinsson, 28.1.2009 kl. 19:21

5 Smámynd: Bergþóra Berta Guðjónsdóttir

Kærar þakkir fyrir að deila skoðunum ykkar á þessu málefni, ég er alveg samála þvi,  það er einmitt það sem  VIР ekki þurfum " að forseti okkar sé til skrauts, með engar skoðanir"  kannski sé kominn tími á að spara og leggja þetta embætti niður, þá er kannski hægt að hjálpa þeim sem mest hafa misst.  Forseti  Íslands getur ekki leyft sér að styðja ákveðin fyrirtæki eða fólk. Við Íslendingar þurfum forseta sem styður ÞJÓÐARHEILL. Mér finnst okkar háttvirti forseti ekki hafa staðið  sem skildi. Ég er ekki að kenna honum um hvernig fór, það er við marga að sakast.  En Hr. Ólafur  og hans hafurtask er ekki hafið yfir gagnrýni. Við þjóðin borgum hans laun, fyrir að koma fram fyrir okkar hönd.  Eigum við að borga honum fyrir að vera í partýum og skemmta sér með fólki sem komu þjóðinni á vonarvöl ? Hvar er þjóðarstoltið, hvar er réttlætiskenndin, er ekki búið að nauðga þjóðinni nóg.

Bergþóra Berta Guðjónsdóttir, 28.1.2009 kl. 20:18

6 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Sammála Kolbrúnu og Einari.

Að sjálfsögðu má gagnrýna forsetann eins og aðra.  Forsetinn hefur ekki mér vitanlega gerst sekur um að styðja "ákveðin fyrirtæki eða fólk".  Hann hefur þvert á móti verið ótrúlega öflugur í því að ganga erinda mikils fjölda stórra og smárra fyrirtækja og verkefna á sviði viðskipta, vísinda, lista að ekki sé minnst á orkumálin þar sem hann hefur aldeilis komið Íslandi á kortið.  Orkugeirinn er dæmi um geira sem á mikið inni og mun gegna lykilhlutverki í því að greiða niður skuldirnar okkar á næstu árum.  Ólafur hefur lagt þar mikið af mörkum.  Það kemur hins vegar engum á óvart að hann hefur væntanlega gengið mestra erinda þeirra sem virkastir voru í viðskiptum.  Það hlýtur að teljast hlutfallslega eðlilegt.  Hann hefur líka komið fram og beðist afsökunar á því að hafa ekki gætt betur að sér eftir að spilaborgin hrundi.  Hvorki hann né aðrir gátu hins vegar vitað þetta fyrir.  Þá hefur ekkert ólöglegt komið fram ennþá og ekki ætlum við að fara að setja upp einhvers konar fjármála-Guantanamo þar sem auðjöfrar væru geymdir án dóms og laga.  Við hljótum að halda í okkar dómskerfi.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 28.1.2009 kl. 23:28

7 Smámynd: Bergþóra Berta Guðjónsdóttir

Takk fyrir þína skoðun Sigurður, ég sé þetta í víðara samhengi nú. En ég kaup ekki þá kenningu að enginn hafi vitað  um þetta HRUN fyrirfram, Guð veit að ég er enginn sérfræðingur í Fjármálum, en mikilsvirtir menn með BEIN Í NEFINU bæði íslenskir og erlendir voru búnir að vara við þessu í allavega tvö ár. Ég ætlast til að það sé hlustað sérfæðinga þegar þjóðarheill er í húfi, en nei  allir voru svo uppteknir að hylla sínum mönnum  að það var gengið um með bundið fyrir augun.

Ég á erlenda vini sem eru með sérfræðiþekkingu í fjármálaheiminum sem vöruðu mig við þessu hruni og mér var tjáð að þetta væri umtalað  milli erlendra fjármála manna. En ég taldi að ég ætti frekar að treysta mínu fólki.

Ég trúði og treysti og varði Íslenska bankakerfið þar til allt hrundi, ég trúði aldrei að ég ætti eftir að fá neitun um millifærslu á peningum sem ég á í Íslenskum banka og lifi á hérna í Frakklandi.

Af hverju  var ekki íslenska þjóðin vöruð við af öllum þessum mennta mönnum og sérfræðingum  hér á landi sem við höldum uppi  og treystum fyrir aleigu okkar.

Með  vinsemd og virðingu.

Bergþóra Berta Guðjónsdóttir, 29.1.2009 kl. 14:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband